…Og sælt veri fólkið,

Loksins komið að því; þó með stuttum fyrirvara, en til stendur að halda æfingabúðir með mínum kennara - Marco Verheij - í húsakynnum Combat Gym, helgina 3 og 4 júlí nsk.

Tímasetning:
Laugardagur: 10 til 13:00
Sunnudagur: 15 til 18

Þáttökugjald á búðirnar:
Dagurinn: 4000 kr.
Allur pakkinn: 6000 kr.

NB: Það verður venjuleg æfing klukkan 20:00 á föstudag, en þá geta menn jafnvel kíkt og séð hversu óvenjulega venjulegur og eðlilegur Marco er…;-)

Marco Verheij er með ca 23 ára reynslu úr Bujinkan og hefur margoft farið til Japan og æft undir Soke Masaaki Hatsumi ásamt japönskum Shihan meisturum þar. Þekking hans og reynsla af öllu tilheyrandi Bujinkan Ninjutsu er nánast nær ómetanleg…

Allir velkomnir!

Sjáumst,

Diðrik