Nk. laugardag (8. maí) verður Norðurlandamótið í júdó haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10:00 og verða úrslita- og bronsglímur kl. 15:00. Síðan verður keppt í unglingaflokkum á sunnudeginum frá 10:00-13:00.

Hvet alla áhugasama um að mæta og hvetja okkur Íslendingana til frækinna dáða.