Sælt veri fólkið,

…Og nú vorum við með æfingadag hér í Hollandi fyrir stuttu og viðfangsefnið samkvæmt titli, en hér má sjá hitt og þetta sem festist á filmu:

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=tp_uHjr5ue0

Aðferðir Togakure Ryu koma nú - oftar en ekki - nokkuð spanskt fyrir sjónir, en það er gaman að þessu og margt sem lærist gegnum athæfið. Nema hvað, tel ég okkur hafa staðið okkur alveg ágætlega þrátt fyrir slæm skilyrði; regn og hagl, kulda og meira regn, en við höfðum það af þrátt fyrir stirðleika og vosbúð. Sólin skein allavega á okkur af og til…;-)

Kv,

D/N