Öryggi verði eflt fyrir HM í Suður-Kóreu


Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggjast taka öryggismál föstum tökum, þegar lokakeppni HM í knattspyrnu fer fram að hluta þar í landi í sumar. Búist er við því að um 35 þúsund lögreglumenn muni gæta keppnisliðanna. Þá verða sérsveitir á vegum hersins í viðbragðsstöðu á meðan keppnin fer fram, bæði til þess að kljást við hugsanleg hryðjuverk og einnig knattspyrnubullur, sem oft láta ófriðlega á stórmótum í knattspyrnu.

Ennfremur hafa yfirvöld í S-Kóreu staðfest að flugbannsvæði verði yfir þeim völlum, sem notaðir verða í keppninni. Fjölmargir lögreglu- og hermenn hafa undirbúið sig síðustu mánuði, meðal annars æft bardagaíþróttir, til þess að geta haft í fullu tré við hryðjuverkamenn, ef þeir láta á sér kræla. Keppnin, sem einnig fer fram í Japan, stendur frá 31. maí til 30. júní.

Þess má geta að her S-Kóreu æfir Taekwondo.
Stjórnandi á