Nú hef ég reynt fyrir mér í ýmsum bardagalistum í gegnum tíðina, og bjj og muay thai er það sem ég hef langmestan áhuga á. En málið er að ég er í vinnu þar sem ég þarf alltaf að vinna á virkum dögum frá ca. 18-20 og mér sýnist ALLIR þeir staðir sem kenna muay thai/bjj vera akkúrat á þeim tímum :(

Vitiði um einhvern stað þar sem ég get æft annaðhvort fyrr um daginn eða kl. svona 21 á kvöldin(í rvk).. og jafnvel bara ef það er kennt hefðbundið box á þessum tímum.. bara eitthvað!! ég er að drepast úr æfingaleysi! :D öll svör vel þegin :)