Þessi mynd er algjört must see! Ok, ég veit að ég er forfallinn Bruce Lee fan og hef verið frá barnæsku en þessi mynd sýnir glöggt hve gífurleg áhrif hans eru á svo marga þætti umhverfis okkar í dag. Ég hef margoft sagt að Bruce Lee sé faðir MMA og í þessari mynd segir Dana White það sama. En áhrif meistarans eru svo miklu víðar. Þið verðið einfaldlega að sjá þessa mynd ef þið hafið ekki gert það nú þegar. Hér eru fyrstu 10 mínúturnar eða svo en þetta er 90 mínútna heimildarmynd sem sýnd var á History Channel í maí og kemur út á DVD 25. ágúst. Goðsögnin lifir.