…Og sælinú!!!

…Og loks rennur upp sú stund að maður nær að skjótast yfir á klakann þó tíminn sé naumur og ekki staldrað við lengur en örfáa daga. Allavega og nú skal láta hendur standa framúr ermum, æfa vel og mikið, en til stendur að halda daglegar æfingar á meðan dvöl setur og nú bara spurning hverjir láta sjá sig og hverjir vilja prófa…;-)

Eftirfarandi er - samkvæmt venju - gripið af Grímnissíðu a lá ‘Copy/Paste’ og framfært hér svo fleiri viti nú af þessu:

Þátttökugjald nemur einungis 1000 krónum fyrir hverja æfingu (Grímnisninjur þurfa ekki að borga!!!)

Kennarar verða: Diðrik Jón Kristófersson (4 Dan) og Jón Bjarni Baldvinsson (1 Dan).

Allir velkomnir!!!

Föstudagur 14 ágúst (kl. 18:00-20/21:00)
Þema:
Grunntækni og Kihon Happo grundvallartækni Bujinkan

Laugardagur 15 ágúst (kl. 11:00-13:00)
Þema:
Hajutsu Kyu Ho undankomuaðferðir + köst/lásar Shime- og Nage Waza

Sunnudagur 16 ágúst (kl. 11:00-14:00)
Þema:
Vatns- og vætuæfing (spurning hvort við förum í sund eða niður að sjó, en það verður tilkynnt fljótlega)

Mánudagur 17 ágúst (kl. 19:00-21:00)
Þema:
Togakure Ryu Ninpo Taijutsu

Þriðjudagur 18 ágúst (kl. 19:00-21:00)
Þema:
Togakure Ryu Ninpo Taijutsu

Miðvikudagur 19 ágúst (kl. 19:00-21:00)
Þema:
Togakure Ryu Ninpo Taijutsu

NB: Mæting er í - eða við - Egilshöll á öllum æfingum nema - mögulega - á sunnudagsæfingu og svo sjáum við bara til hvort við förum í sal eða æfum utandyra. Hafið með ykkur æfingagalla eða Gi, þykka sokka og skó (Tabi).

Sjáumst!!!

Kv,

D/N