Gunni var að enda við að vinna silfur á Heimsmeistaramótinu eftir gríðarlega naumt tap í úrslitum gegn Gabriel Goulart. Gunni var með svokölluð tvö advantage og on top. Hann hefði hugsanlega átt að reyna að halda því bara en það er ekki Gunna game. Hann reyndi armbar en rann úr honum og Gabriel endaði on top en í Gunna guard. Engu að síður fékk Gabriel tvö stig og þau telja meira enn tvö advantage. En maður getur ekki kvartað. Þetta er stórkostlegur árangur hjá Gunna og hann vakti mikla athygli á mótinu. Margir þekktir þjálfarar komu til hans eftir keppina og óskuðu honum til hamingju og Renzo var í skýjunum með frammistöðu Gunna og sagði mönnu óspart hversu stutt hann hefði æft, ekki síst í galla. Gunni sló m.a. út heimsmeistarann Ryan Beauregard sem hann tapaði fyrir í gær.

Bætt við 9. júní 2009 - 10:41
Hér eru þeir sem Gunnar glímdi við á Mundials (í millivigtinni):

Alexander Vamos (Gunnar sigraði með hengingartaki)
Ryan Beauregard (Gunnar sigraði, var yfir á stigum þegar Ryan var vísað úr keppni)
Vinicius Corrales (Gunnar sigraði á advantage að ég held)
Undanúrslit: Bruno Allen (Gunnar sigraði á stigum)
Úrslit: Gabriel Goulart (Gunnar tapaði á 2 stigum gegn 2 advantage)