Þeir Gunnar Nelson og Vignir Már Sævarsson munu taka þátt í PAN JIU-JITSU CHAMPIONSHIP 2009 sem fram fer í Carson í Kaliforníu um næstu helgi, eða dagana 27., 28. og 29. mars. Þetta er eitt stærsta Gi-mót í heiminum og þar mæta allir bestu BJJ menn heims í dag. Vignir keppir í millivigt í byrjendaflokki (hvítt belti) öldunga 36-40 ára en sú keppni fer fram á föstudeginum. Gunni stendur síðan í eldlínunni bæði laugardag og sunnudag en hann mun keppa í brúnbeltaflokki, bæði í millivigt og í opnum flokki. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á opinberu vefsetri Alþjóða BJJ sambandsins: www.ibjjf.org.

Bætt við 29. mars 2009 - 01:05
http://www.visir.is/article/20090328/IDROTTIR/427328657