Flott show og fínir bardagar þó svo að þetta hafi ekkert verið stærstu nöfnin í UFC sem voru að keppa.

Armbarinn hans Joe Lauzon var virkilega töff, og Jeremy Stephens ógnaði hressilega í hvert skipti sem hann komst ofaná. Góður bardagi í heildina.

Dan Miller er the real deal. Jake Rosholt er góður wrestler en ég var nokkuð viss um að Miller myndi negla guillotine choke fyrr eða síðar.

Anthony Johnson er svalur og á bara eftir að batna. En vá hvað þetta groin shot var ekki óvart frá Luigi Fioravanti! Ég er 99% viss um að hann vissi alveg hvað hann var að gera, sem var að reyna að hægja á hinum mun sneggri Johnson.

Cain Velasquez verður að fara að fá almenninlega andstæðinga. Annað hvort Kongo eða Hardonk næst segi ég. Gengur ekki að láta hann buffa einhverjar pulsur endalaust.

Josh Neer kom mér á óvart. Ég veðjaði á Danzig þar sem ég gerði ráð fyrir að hann væri tæknilega séð betri alls staðar en Neer virtist geta gengið í gegnum höggin hans eins og þau væru ekkert. Góður sigur og ég sé ekki hvernig Mac Danzig á eftir að gera einhverjar gloríur í jafn sterkri deild og 155 punda flokkurinn er í UFC.