Ok vá! þvílíkt show á enda!

GSP vs. BJPENN - Þvílíkir yfirburðir sýndi GSP í þessum bardaga. Held að fáir hefðu búist við einhverju þessu líkt! Rosalegt að sjá þennan mann í gólfinu, hann bókstaflega hoppaði í sidemount að vild þarna á tímabili á meðan hann hamraði inn höggum. Öll þessi vinna hjá honum skilaði sér margfalt, honum verður minnst í möörg ár fyrir þennan bardaga.

Mestu vonbrigðin var auðvitað þolið hjá BJ og munurinn sem var á milli þeirra tveggja. BJ mun pottþétt ekki sofa vel næstu nætur enda eflaust rosalegt að tapa svona stórum bardaga á frekar óvirðilegan máta - líka sérstaklega þegar hann var búin að hamra á að GSP væri “quitter”

Machida vs. Thiago Silva - Machida sýndi þarna vonandi í eitt skipti fyrir öll að hann er ready í titilbardaga. Hann vann Silva bókstaflega á hans eigin mátta og sýndi þar með öllum að hann er ekki bara boring decision fighter.

Jon Jones á greinilega framtíðina fyrir sér. Frábær bardagamaður hér á ferð þó að hann sé enn ungur og óreyndur. Virkilega gaman að sjá öll köstin sem hann tók. Einnig voru köstin sem Karo tók í sínum bardaga geðveik. Alltaf gaman að sjá nett judo köst í MMA, sérstaklega þegar eins góður judoka og Karo framkvæmir þau.