Að gefnu tilefni vill stjórn Mjölnis benda á að iðkendur í Mjölni geta ekki keppt fyrir hönd félagsins á MMA mótum nema fá til þess sérstakt leyfi hjá yfirþjálfara.

Hverjum og einum er vitaskuld frjálst að gera nákvæmlega það sem hann vill á sínum eigin tíma, en ef menn kjósa að keppa á mótum án þess að fá samþykki yfirþjálfara og aðstoð við undirbúning þá fer stjórn Mjölnis fram á að sá hinn sami iðkandi komi ekki fram sem fulltrúi Mjölnis, noti ekki Mjölnis nafnið og/eða fatnað merktan Mjölni á mótinu. Sama iðkanda er líka velkomið að hætta að mæta á æfingar.

Ástæðan fyrir þessu er mjög einföld; stjórn félagsins og þjálfarar hafa lagt á sig mikla vinnu til að tryggja fagmannleg vinnubrögð í kringum íþróttirnar, MMA og BJJ, og kærir sig ekki um að nafn félagsins verði tengt gjörningum sem falla ekki að gæða- og öryggiskröfum félagsins.

Þó þetta sé einstaklingsíþrótt þá erum við líka í félagi og verðum að standa saman um að gæta hagsmuna og ímyndar félagsins og íþróttarinnar.