Bjarni Friðriksson judokappi varð í gærkvöld Evrópumeistari judomanna 50 ára og eldri, þegar hann sigraði í sínum flokki á Evrópumóti öldunga í Prag í Tékklandi. Hann llagði Rússa í úrslitaviðureign. Bjarni vann bronsverpðlaun á ÓL í Los Angeles árið 1984.

Kári Jakobsson varð í 3. sæti í sínum þyngdarflokki í flokki 60 ára og eldri og Halldór Guðbjörnsson varð í 5. sæti í sínum þyngdarflokki sextugra og eldri.

Óska ég þeim öllum kærlega til hamingju.Bætt við 14. nóvember 2008 - 14:25
P.S Tekið af www.ruv.is