Auður vann til silfurverðlauna
Senda frétt
Upplestur á frétt
Senda á Facebook
Blogga um frétt
Auður Olga Skúladóttir úr Mjölni náði mjög góðum árangri á Opna skandinavíska mótinu í Brasilísku Jiu Jitsu (BJJ) um síðustu helgi. Auður vann til silfurverðlauna í -64 kg. flokki en mótið er það stærsta í Evrópu, með yfir 500 keppendum.

Í úrslitum tapaði hún fyrir sterkum keppanda sem einnig vann opna flokkinn. Auður Olga hefur stundað nám í Svíþjóð síðustu vikur og er þetta fyrsta alþjóðlega mótið sem hún tekur þátt í.

Uppgangur í BJJ á Íslandi hefur verið hraður síðustu árin. Regluleg kennsla í íþróttinni hófst fyrir þremur árum síðan og er BJJ orðin ein vinsælasta bardagaíþrótt landsins.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá gengur brasilískt Jiu Jitsu (BJJ) í grófum dráttum út á að ná yfirburðastöðu á móti andstæðingnum og fá hann svo til að gefast upp með lás, svæfingu eða einhvers konar taki.

http://mbl.is/mm/sport/frettir/2008/10/28/audur_vann_til_silfurverdlauna/
Stjórnandi á