Tveir af bestu judomönnum síðustu ára farnir að þjálfa í judodeild Ármanns.
Byrjendanámskeið byrja 1.sept.
Allar upplýsingar á ippon.is.

TEKIÐ AF IPPON.IS

Vernharð Þorleifsson og Þorvaldur Blöndal voru nýverið ráðnir þjálfarar meistaraflokks Júdódeildar Ármanns. Ólympíufarinn Vernharð var um árabil fremsti júdómaður Íslendinga og vann m.a. til 7 Norðurlandameistaratitla, gull á smáþjóðaleikum auk fjölda annarra verðlauna í alþjóðlegum keppnum. Þorvaldur hefur unnið til fjölmargra Íslandsmeistaratitla á síðustu árum auk þess að vera þrefaldur Norðurlandameistari (síðast 2008) og hafa þrisvar unnið til gullverðlauna á smáþjóðaleikum.

Auk þeirra félaga hefur hinn margreyndi og virti júdómaður Yoshihiko Iura verið ráðinn yfirþjálfari Júdódeildarinnar. Hann hyggst einbeita sér sérstaklega að þjálfun yngri kynslóðanna en mun einnig sjá um tækniþjálfun og verða til ráðgjafar fyrir keppnisfólk okkar eins og verið hefur um langt árabil.
Í Ármanni er margt af besta júdófólki landsins og hefur svo verið allt frá stofnun Júdódeildarinnar. Því eru gerðar miklar kröfur til þeirra félaga og miklar vonir við þá bundnar. Sævari Sigursteinssyni fyrirverandi þjálfara meistaraflokks eru þökkuð góð störf og arftökum hans óskaðs góðs gengis.