Mig langar svo að geta gert æfinguna sem Rocky gerir í einu æfingar montage-inu í Rocky 4. Það er hægt að sjá þessa æfingu í þessu videoi á tímanum 1:16
http://www.youtube.com/watch?v=jNyLWFujxqk

Veit einhver hvað þessi æfing heitir og hvernig er best að reyna við hana?
Vitiði hvort þetta sé góð æfing eða bara show off?

Ég reyndi í dag með því að liggja á dínu og halda í rimla með höndunum. Byrjaði með fætur upp í loftið og herðablöðin á dínunni (efsta staðan í æfingunni) og reyndi svo að fara eins neðarlega og ég gat. Þegar ég var sirka búinn að finna hversu neðarlega ég komst fór ég nokkrum sinnum upp og niður. Þetta tók mjög vel á og ég held ég sé á réttri leið, en það var soldið erfitt að halda jafnvægi.
Ég myndi gjarnan þiggja ráðleggingar og athugasemdir.

Hefur einhver reynt þessa æfingu og getað gert hana (er þetta kannski eitthvað sem flestir í sæmilegu formi geta)?

Ég veit að þessi spurning á kannski ekki best heima á bardagalista áhugamálinu en þar sem ég skoða það oftast og finnst oftar skemmtilegri og vitrænni umræður hér ákvað ég að pósta þessu hér.