Sælt sé fólkið,

…Og nú eitthvað áliðið síðan ég síðast hvað þusaði – af viti?!? – hér, enda ekki verra - svona fyrir forvitnis sakir - að spyrja félaga hér á Huga; hvað sé verið að athafnast þessa dagana og hvernig gangi…???

Tja, svona innan gildislegs - teygjanlegs?!? - ramma bardagalista og íþrótta…

Allavega – og svo ég kveði hér í kút - þá vorar snemmilega hér á Mærinni (mýrarfeninu) og æfingar utandyra færðar í auka samstundis, enda Nekron ósjaldan útí garði að kjánast eilítið og skemmta grönnunum.

Hvað annað er á bjátar - allra helst - og þá er æfingar gerast þetta 5 til 6 sinnum í viku (einn og hálfan til tvo tíma í senn), liggur eftirfarandi í fyrirrúmi (eins og skotið er - af og til - í undirskriftum…;-):

1. Kenjutsu sverðfimi: Þá helst í hreyfingum og valinkunnum aðferðum hins náttúrulega stíls ‘Shindenfudo Ryu’, en hér er sverðið mundað á stöðugri hreyfingu - án hiks - og í veltum, stökkum og öðru svipuðu. Einnig er sverðið dregið látlaust til allra átta og mundað - ásamt handa- og fótalögmáli - gegn trjám og tvífætlingum.

2. Taihenjutsu Ukemi Gata: Hreyfilistin liggur ætíð ofarlega og endalaust verið að teygja sig og ‘vanstyrkja’ (!?!) samkvæmt aðferðum Junan Taiso (Bujinkan leikfimi). Mikið stokkið, hlaupið og skriðið hér á bæ ásamt trjáklifri og öðru þvíumlíku…

3. Gyokko Ryu Kosshi Jutsu: Þetta Ryu (stíll) er eitt helsta undirstöðunámið í Bujinkan og ágætt að grípa í – af og til – svona til að rétta sig af, en hér liggja stoðir grunntækni og hvert formið rannsakað og teygt endalaust í stöðugum straumi tilbreytinga (Henka), en svo má – jú – alltaf bregða á leik og prufukeyra allt draslið…;-)

4. Kusarifundojutsu (manrikikusari): Hið stórkostlega og – jafnframt – einfalda keðjuvopn er gagnast ágætlega til sjálfsvarnar og annars baráttubrúks, en með þessu má slengja, kasta, kyrkja og hvað annað sem veldur ónotum andstæðings/andstæðinga í hvívetna…!-)

Gaman að þessu öllu saman, en skipulag æfinga – þó einnig síbreytilegt samkvæmt venju – virðist hafa fest sig eins og neðanvert gefur til greina:

Mánudagar: Æfingar með nemendum og grunntæknin (stöður, hreyfingar og árásir/varnir) tekin fyrir.

Þriðjudagar: Æfingar með kennara og félögum í látlausum húsakynnum Usagi Dójó. Hærri stigin – heh, heh – ‘stigin’ og þrepin klifruð samkvæmt síbreytilegri stefnu uppávið.

Miðvikudagar: Junan Taiso leikfimi og látlaust hamast í veltum, formæfingum og öðru þvíumlíku.

Fimmtudagar: Sama og á mánudögum…

Föstudagar: Sama skipulag og á miðvikudögum…

Laugardagar: Barna- og unglingaæfingar Usagi Dójó, en þar fær maður að leika við hvurn sinn fingur og láta ungviðið lemja sig eilítið.

Sunnudagar: Sjaldan æft þó ég hafi nú eitthvað verið þekktur fyrir að stelast í trjáklifur og/eða annað svipað því…

…Og svo er það Grímnir Dójó, en þar virðast málin ganga ágætlega fyrir sig. Æfingar hafa haldist á sömu dögum/tímum og eitthvað farið að vaxa mannskapurinn, en mér líst nokkuð vel á framgang mála og hvernig æfingum – ásamt námsefni – er stefnt. Allt á góðri leið eftir því sem ég best veit…

Vonandi að það haldist…;-)

Amen,

D/N