Fyrirsögnin segir í rauninni allt. Fedor er búinn að skrifa undir samning við rússneska MMA batteríið M-1 Mix-Fight Championships, sem hefur á akkúrat sama tíma verið keypt af fyrrum eiganda þess, Vadim Finkelstein(sem einnig er umboðsmaður Fedors), og er nú í eigu ónefnds bandarísks auðjöfurs, sem óljósar heimildir MMA fréttamanna í Kóreu(með tengsl við æfingafélaga Fedors) telja vera engann annan en viðskiptamógúlinn Mark Cuban, sem er einna helst þekktur fyrir að vera eigandi NBA liðsins Dallas Mavericks.

Um leið og það kom í ljós að Fedor myndi ekki skrifa undir samning við UFC, þá bárust fréttir frá UFC þungaviktarmeistaranum Randy Couture að hann væri hættur í UFC, en þó tilkynnti hann EKKI að hann væri sestur í helgan stein á ný, einungis að hann myndi ekki berjast oftar í UFC. Óstaðfestar fregnir herma að samningur Couture hafi innihaldið gangkvæmar riftingarklásur, þannig að þó að hann eigi 2 bardaga eftir á 4 bardaga samningi sínum, þá geti hann löglega rift þeim samningi og gengið á brott frá UFC.

Hvað gerist næst er óljóst, en frekari fréttir má finna á www.fightopinion.com, og www.mmaweekly.com, að mínu mati bestu rannsóknarblaðamennskusíðurnar hvað MMA varðar.