Við auglýsum eins dags námskeið í brasilísku Jiu Jitsu með Carlos “Português” Eduardo.

Carlos öðlaðist svarta beltið sitt í BJJ árið 2001 frá Milton Maxiniamo og er í dag tveggja strípu svartbelti. Í dag er kennari hans Marcelo Bering sem kennir BJJ í Team Punishment þar sem Tito Ortiz æfir ásamt öðrum þekktum MMA fighterum.

Keppnisárangur Carlos er eftirfarandi:

1x Evrópumeistari
5x fylkismeistari í Sao Paulo
1x Brasilíumeistari
2x Pan American álfu meistari


Námskeiðið er laugardaginn 31. ágúst (á morgun) og byrjar kl. 11:00 og stendur til kl: 15:00 með stuttu hléi.
Verð 4.000 kr.

Fyrir frekari upplýsingar um Carlos er bent á netsíðu hans www.carlosportugues.com.br

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að æfa með ungum upprennandi meistara í BJJ. Það er ekki á hverju degi sem við fáum tækifæri að æfa með svartbeltingi í brazilísku Jiu Jitsu.

ps. við rúlluðum með honum í morgun og hann gjörsamlega valtaði yfir okkur! ;D

Jón Viðar Arnþórsson
www.mjolnir.is
*************************