Box er besta bardagalistin og hér er hægt að nálgast upplýsinar um hvar er hægt að æfa hana. http://www.hugi.is/box/bigboxes.php?box_id=68477

Bestu kveðjur og verði ykkur að góðu

Taktu þátt!

Hnefaleikamenningin á Íslandi hefur upp á margt gott að bjóða. Hér er að finna lista yfir helstu æfingaaðstöður, þjálfara og hnefaleikafélög.

Hnefaleikafélag Reykjavíkur
ÍSÍ: Sambandsaðili
S. 4269464 6638179

Heimasíða: www.hnefaleikar.com
Í Faxafeni 8 Skeifunni er er eitt af stærstu boxgymum landsins. Þjálfarar HR eru meðal annara þeir Fabio Quaradeghini og Ari Ársælsson. Fabio Quaradeghini keppti á sínum tíma sem áhugamaður fyrir tvo stærstu skóla Bretlandseyja fyrst Oxford og síðar Cambridge, hann bý yfir mikilli reynslu bæði sem keppandi og þjálfari í hnefaleikum. Ari Ársælsson keppti á árum áður sem áhugamaður í Svíþjóð og keppti þar í yfir fjörtíu bardögum, hann hefur starfað sem þjálfari við hnefaleikafélag reykjavíkur frá árinu 2005.


Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar
ÍSÍ: Sambandsaðili
S. 691-4922

Heimasíða: www.hfhboxing.com
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar opnaði nýja aðstöðu í janúar 2006 og er það ein stærsta hnefaleikaaðstaða landsins. Hún er staðsett á Kaplakrikasvæðinu, við hliðina á frjálsíþróttadeild FH. Aðalþjálfari heitir Oscar Luis Justo . Oscar Luis Justo hefur mjög glæstan áhugamannaferil að baki eða um 240 bardaga og varð Kúbumeistari 1980, 82, 83 og einnig Suður-Ameríku meistari 1982.


Boxing Athletic Gym Keflavík
ÍSÍ: Sambandsaðili
S. 4269464 8998087

Boxklúbburinn BAG er starfræktur í Reykjanesbæ og er sjálfsagt einn stærsti klúbburinn á landinu með um 130 meðlimi á skrá. Þjálfarar BAG eru meðal annara þeir Guðjón Vilhelm er sótt hefur boxþjálfunaranámskeið í Bandaríkjunum og Skúli Steinn einn efnilegasti boxari Íslendinga.


Æsir Hnefaleikastöðin
ÍSÍ: Sambandsaðili
S. 8214383

Heimasíða: http://www.hnefaleikar.is/
Hnefaleikafélagið Æsir er með aðsetur í Hnefaleikastöðinni að Viðarhöfða 2 v/Stórhöfða og deilir húsnæði með GYM-80. Þjálfarar eru Vilhjálmur Hernandez og Skúli Ármanns. Hnefaleikastöðin auglýsir ókeypis prufutíma fyrir áhugasama.


Pumping Iron
S. 5535590

Í Pumping Iron Dugguvogi 12 Reykjavík eru haldin boxnámskeið af Jimmy R. Routley.


Boxklúbbur Ísfriðinga
ÍSÍ: Sambandsaðili
S. 4564022 8996698

Opnuð var aðstaða til boxiðkunar í Hafnarstræti 20 á Ísafirði þar sem Studio Dan var áður til húsa.


Hnefaleikafélag Vestmannaeyja
ÍSÍ: Sambandsaðili
S. 8966414 8451075

Æfingar Hnefaleikafélags Vestmannaeyja fara fram í Týsheimilinu og eru þjálfarar þess þau Guðmundur Elíasson, Júlíana Bjarnadóttir og Elías Rúnar Kristjánsson.


Hnefaleikafélag Guðmundar Arasonar
ÍSÍ: Tengsl óljós
S.

Boxklúbbur Guðmundar Arasonar er með aðstöðu í Skútuvogi 1 Reykjavík og er elstur starfandi boxklúbba á Íslandi og búinn að vera starfræktur í fjöldamörg ár. Þjálfari þar er Guðmundur Arason sjálfur, fyrrum Íslandsmeistari í þungavigt.


Hnefaleikafélag Garðabæjar
ÍSÍ: Tengsl óljós
S. 5658898 5658872

Í Líkamsræktarstöðini Betrunarhúsið á Garðatorgi 1 í Garðabæ er boðið upp á boxnámskeið.


Hnefaleikafélagi Suðurlands
ÍSÍ: Tengsl óljós
S.

Hnefaleikafélagi Suðurlands er með aðsetur í Hveragerði. Aðilum er vísað á Einar Inga Kristinsson í síma 483-4436 og 695-5552 eða á email einar@hfs.is varðandi upplýsingar um starfsemi þess.


Sporthúsið Kópvogi
S. 5644050

Sporthúsið er að finna í Dalsmára 9-11 Kópavogi og hafa þar annað slagið verið haldin boxnámskeið.


Hnefaleikar á Akureyri

Á sínum tíma voru haldnar æfingar í KA heimilinu á Akureyri en nú er aðilum vísað á Sigga nokkurn í vaxtarræktinni þar varðandi upplýsingar um stöðu mála.


Ábendingar, athugasemdir og fyrirspurnir varðandi þennan lista sendist sem skilaboð gegnum skilaboðakerfi vefsins á notendan Ahl