Laugardaginn 5 maí fer fram Adrenaline 1 mótið í Danmörku. Á mótinu munu tveir Íslendingar keppa í MMA, þeir Ingþór Örn Valdimarsson og Gunnar Nelson. Ingþór keppir við Ayub Tashkilot, Ayub hefur mjög góðan Wrestling grunn en hann hefur einnig æft MMA í ár. Gunnar keppir við John Olesen, John hefur góðan grunn í Submission Wrestling og Shootfighting, einnig hefur hann keppt nokkra MMA bardaga. Ég held að gunni taki þetta með Submissioni í annari lotu, aftur á móti held ég að Ingþór vinni sinn bardaga með rothöggi í fyrstu lotu. Hvernig haldið þið svo að bardagarnir endi og í hvaða lotu ?