http://www.visir.is/article/20070111/frettir02/70111145


Samúræji til bjargar!
Lögreglan í bænum South Shields í Bretlandi er að reyna að hafa upp á dularfullum samúræja sem birtist upp úr þurru og hjálpaði tveimur lögreglumönnum að verjast þremur vopnuðum glæpamönnum og handtaka þá. Dularfulli samúræjinn hvarf síðan út í næturmyrkrið, sporlaust.

Lögreglumennirnir voru óeinkennisklæddir og löbbuðu fram hjá húsi þar sem rán var að eiga sér stað. Þeir hlupu inn og mættu þar þremur vopnuðum mönnum sem ætluðu sér að ráðast á lögreglumennina. En um leið og einn þeirra stakk til annars lögreglumannsins með hníf sínum birtist dularfulli samúræjinn og bjargaði málunum.

Vefsíða Sky News skýrir frá þessu í dag.
“When all are one and one is all”- '