Fedor mun ekki taka þátt í shockwave keppninni. Þetta fylgir frétt um að Crocop hafi einnig dregið sig úr keppninni. Fedor braut á sér tánna og crocop hefur glímt við meiðsl á fæti og getur þess vegna ekki nýtt sitt besta vopn.

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir áhugafólk um mma en einnig nokkuð athyglisverðar fréttir í ljósi undangenginna atburða. Það er altalað að Fedor mun keppa í mma á vegum bodog og talið er líklegt að crocop ætli sér að skipta um setur og fara alfarið yfir í ufc samtökinn. Það er öruggt að crocop fékk boð frá ufc og hann segist ætla að gefa út tilkynningu um ákvörðun sína varðandi framtíð hans í mma bransanum bráðlega.

Dæmi hver fyrir sig um hvað þetta þýðir fyrir þungarvigtardeildir í mma, en menn eru einróma um að þessir tveir kappar eru taldir bestu þungavigtar keppendur í mma þar sem fedor trónir á toppnum og crocop kemur þar rétt á eftir.

Ps. Fedor hættir líklegast ekki hjá pride. Hann er orðinn það eftirsóttur að umboðsmenn hans hafa ákveðið að hann taki að sér samninga um einn bardaga í einu, hjá þeim samtökum sem bjóða best hverju sinni.

Bætt við 13. desember 2006 - 02:58
Hmmm… mikið að gerast:)

Það virðist vera sem að fréttir þess efnis að Fedor ætlaði einungis að taka að sér einn og einn bardaga í einu án þess að skrifa undir langtíma samning við nein samtök sé bara rugl. Þetta var ábyggilega hræðsluáróður af hálfu umboðsmanna Fedors til að tryggja honum hærri laun eða eitthvað í þá áttina.

Samkvæmt nýjustu fregnum er Fedor búin að endurnýja samning sinn við Pride til að minnsta kosti tveggja ára, og að bodog bardaginn falli undir klausu í samningi Fedors sem segir til um að hann megi keppa í mma í rússlandi óháð því hvaða samtök standi að því.

Djöfull leiðist mér að læra undir próf^^