VARÚÐ!!! BodogFight spoiler!!!! (ef einhverjum er ekki sama :)







Fyrir ykkur sem ekki fylgjast með neinu öðru en Pride og UFC, þá var hann Roger Gracie að enda við að vinna Ron “H2O” Waterman í fyrstu keppni BodogFight keppninnar, sem er ný MMA keppni sem virðist hafa hellings pening á bak við sig.

Roger þessi er grappling aðdáendum að góðu kunnugur fyrir að hafa verið nær óstöðvandi á mottunni undanfarin ár í BJJ keppnum með og án gi, og var hann ADCC meistari árið 2005.

Þetta var fyrsti MMA bardagi Roger, og tók hann sig til og smellti hinum fantagóða wrestler Ron Waterman í armbar, og var það fyrsta submission tap Waterman, sem meðal annars hefur unnið menn á borð við Kevin Randleman.

Nú er spurning hvort að “the Gracie train” sé komin af stað aftur, ég satt best að segja bjóst ekki við að Roger gæti unnið jafn sjóaðan andstæðing í sínum fyrsta MMA bardaga, en fregnir herma að Roger hafi ekkert verið að sluksa í striking þjálfuninni heldur og sé bara almennt fjandi góður í MMA.

Roger fylkir sér hér með við hlið erkióvinar sína á glímumottunni, Ronaldo “Jacare” de Souza í því að svissa yfir í MMA, og óska ég þeim félögum alls hins besta í framtíðinni.

BJJ for the win!!! (sorry).