Ha hah ha…!!! Ahem, afsakið mig, en ég varð að leyfa mér að koma þessu svona að (ef ekki einungis til að heiðra - og friðþægja - blessuð tröllin…:-)

Annars var ég að glápa á National Geographic í gærkveldi og varð til vitnis samanburðar ‘vísindamanna’ á bardagalistum ýmisskonar, enda rannsökuðu þeir - og prófuðu (báru saman) - hina ýmsu stíla og hefðir, td. höggþunga, snerpu og hvað annað. Miklir heiðursmenn voru með í spilinu og lögðu sitt af mörkunum; þar á meðal Dan Inosanto, Rickson Gracie (hetjan mín!!!) og fleiri ágætis menn…

Jæja, niðurstöður voru á þá leið (og nú ætti Hr. Hwarang að gerast hæstánægður) að fyrrum heimsmeistari Tae Kwon Do gaf verulega þyngri - ef ekki sneggri - högg/spörk en Karatekempan (líklegast Kyokushin/Kempo… Hörkusvipurinn gaf það í skyn). Þó virtist það einungis vegna þess tilhlaups er hann tók, á meðan Karate-maður gerði sitt - nokkurnveginn - úr kyrrstöðu. Boxarinn varð þó höggþyngstur (sorrí Hwarang…:-( …en Muay Thai meistarinn tók prófbrúðu á hnéð og olli svipuðu álagi og bifreiðarklessa á fimmtíuogeitthvað km hraða pr. klst.

Annað gott gerðist þá er hinn nýaldraði Gracie sá fyrir prufubrúðugreyinu og olli því er nam hinum hrikalegustu áverkum, en hinn bandaríski Kung-Fu (Wushu) landsmeistari náði snerpu sem þótti, hvað, fjórum sinnum hraðari en skellinöðru árás. Sá kínverski þótti öllu höggvænari en samstarfsmenn hans og gat ekki sýnt fram á hið ‘ofurmannlega’ dauðahögg, en þá steig ‘Ninjitsu’ kempan Glen Levy (fyrrum ‘Power Ranger’) inn á sviðið og sýndi hvernig skyldi fara að þessu… Hah, og það virkaði líka hjá honum!!!

Þvílíkt og annað eins bull!!! Þessi maður sýndi - jú - mjög skemmtilegan fótaburð og léttilegar XMA aðferðir sem kæmu sér vel á hvíta tjaldinu og væri gaman að skemmta sér við, en ‘Ninja’ er hann ekki og sýndi PRingurinn hvorki frammá réttilega tækni og/eða aðfarir. Dauðahöggið var nokkuð skylt höggtækni sem kemur úr Koto Ryu Koppojutsu (bein- og líffærameiðsli), en skyldi þó ekki mundað í anda hjartahnoðs þrátt fyrir ‘áhugaverðar’ afleiðingar (nú þyrfti ég að prófa þetta einhverntíma og setja inn ‘réttilegar’ Bujinkan aðferðir…!-D

Nú á ég eftir að berja seinni hluta seríunnar (vopn og verjur) augum, en býst þó einungis við því að hér muni ríkja ‘grátur og gnístran tanna’ í kjölfarið… O jæja hvað; fótaburðurinn var skemmtilegur og áhrifavaldandi hjá Hollívúdd ninjunni, enda gat hann nú gert hluti (td. jafnvægis- og fótaburð) sem aðrir náðu ekki, þ.á.m. Wushu meistarinn sjálfur, sem þó átti heiður skilið fyrir sýningu á ‘fylleríshnefaleikaaðferðum’ (Drunken Boxing)…

…En hápunkti var náð við lok þáttarins (…og nú var Nekron skemmt), er bent var á að Ninjutsu (jæja, ‘ninjitsu’) stæðist prófið best og þætti hæst sett sem allrahliða ('holistic???') bardagatækni, þó svo menn hefðu nú vit á að segja sem satt væri; að þetta þýddi ekki að ninja væri - per say - betri bardagamaður en hver annar (argh, foiled again!!!)…

Þó svo ég gerist sammála - að ákveðnu leyti - ofanverðri staðhæfingu og hafi kunnað að meta margt sem kom fram í þessum þætti (Martial Science undisputed???); þá myndi ég þó vara hvern og einn við því að gleypa við þessum ‘staðreyndum’ hráum og óbökuðum.

…Enda lítið annað en dægrastytting á fimmtudagskveldi, hnoðað saman og blandað ‘staðreyndum’ til að sýna svo fram á eitt en horfa framhjá öðru. Ég mæli þó með því að menn neyti færis og gjói að þessu glyrnum þá er færi gefst…

Kv,

D/N