Ég vil vekja athygli á því hvað er að gerast á Akureyri þessa dagana. Í um það bil 20 ár hefur verið hækt að æfa Judo hérna á Ak og í 9 ár hefur verið hækt að æfa Taekwondo. En í ár er einnig hækt að æfa brasilískt Jiu Jitsu, Muay thai og stefnt er á MMA kenslu í vetur, sem er stórt skref í rétta átt. Dóri Tul er að þjálfa BJJ hjá félaginu Hrími(ef ég man nafnið rétt) og Ingþór er að þjálfa Muay thai í vaxtarræktini. Mjög góðar viðtökur hafa verið við Muay thai kenslunni og nú er kennt í 2 flokkum, byrjenda og frammhalds.