Sælir allir,

Nú vildi ég benda fólki (þ.e.a.s. áhugasömum og/eða forvitnum) á neðanverðan hlekk og þær upplýsingar sem þar má finna varðandi aðferðir Systema. Þetta er svona nokkuð ‘Reader´s Digest’ en ætti að duga til einhverra upplýsinga…:

http://en.wikipedia.org/wiki/Systema

Ástæðan fyrir því hversu ég aðhyllist þetta; er einmitt sú að þetta er í raun ekki bardagastíll eða kerfi samkvæmt því (þrátt fyrir örnefnið ‘Systema’ = ‘Kerfið’), heldur þá séstakar æfingaraðferðir - mjög sambærilegar Bujinkan - og góð leið til að fylla uppí þær skorður sem oft má finna innan bardagalista/íþrótta, sem og sjálfsvarnar (hér er Bujinkan sannarlega engin undantekning).

Mín reynsla af Systema, er einfaldlega sú að farið var ‘rólega’ út í ‘full contact combat-sparring’ án varna/hlífa og var allt látið flakka. Oftast endaði þetta ekki ólíkt BJJ grappling, en þá með hnífum (beittum) og bareflum, enda voru þó nokkrir skornir eftir þetta… en sem betur fer ‘ekki’ alvarlega. Ég tel þetta einstakt fyrirbæri og notast mikið við þegar ég æfi/þjálfa…

Viðvörun: Nú virðist mikið um rugl í gangi innan þess sem gerist þarna og vona ég endilega að fólk nái að forðast það og komast sem næst því er gott þykir… En það skyldi nú alltaf vera stefnan og þá vel við hæfi.

Bestu kveðjur,

D/N