Hversvegna þarf alltaf ákveðinn hópur Mjölnismanna að lítilækka og trashtalka ALLA þá samkeppni sem er í gangi og talað er um á þessu áhugamáli? Það er eins og umræður (þráðar) um aðra klúbba og listir megi aldrei vera í friði fyrir sumum Mjölnismönnum sem koma og hreinlega kæfa umræðuna með commentum um að þetta virki ekkert, ömurlegar kenslu aðferðir, Lélegur kennari, þetta yrði aldrei notað í mma! og svo framvegis.

Það verður bara að bera virðingu fyrir því að fólk upp til hópa er ekki að stefna á að keppa í mma og kæra sig ekkert um að heyra alltaf um að MMa eða Bjj sé mikið betra en MT eða júdó þarsem fólk hefur áhuga á þessari list og er slétt sama þótt það æfi ekki takedowns eða whatever í henni.

Svo gerið þið lítið úr eða talið niðrandi um kensluhætti flestra annara þjálfara sem komið hafa fram hér á áhugamálinu og hafa ekki sagt orð til að móðga ykkur á nokkurn hátt: Nekron, Jimmy, Egil og fl bæði hér og á heimasíðunni ykkar. Man td eftir að hafa séð video af heimsókn ykkar til Nekrons. Ég viðurkenni alveg að mér fanst þetta nokkuð skondið en gerði mér allan tímann fulla grein fyrir því (þótt ég hafi ekki mætt í þessa kenslu) þá væri þetta meira skemtun og listform heldur en að ég myndi vera að nýta mér þessa hæfni í daglegu lífi! Það hefur þó greinilega farið framhjá sumum því þið voruð búnir að setja eitthvert fáránlegt lag undir, flissandi og hlæjandi og rökkuðuð þetta að lokum lengst niðrí rassgat á áhugamálinu ykkar með einhverjum 100+póstum!

Eins og þegar Mjölnir var að byrja þá var sá hópur með minsta skítkastið hérna og gott samtal milli manna í mismunandi klúbbum en með tímanum og stækkun þá er eins og allir sem vilja æfa annarstaðar séu automatic fávitar, hálf reynt að kúga fólk með áróðri til að skipta um klúbb. Þegar td. fólk spyr hvar P.I (eða annar klúbbur) sé til húsa þá kemur alltaf einhver með dollaramerkin í augunum og svarar um hæl prufaðu frekar Mjölni mikið betra jaríjaríja. Ég held þessi markaðssterning (og niðrandi comment um klúbba) hafi frekar fráhrindandi áhrif til lengdar…allavega var það raunin með mig.

Ég veit að þetta er harðorður póstur og kanski ósangjarn að sumu leiti en ég skil bara ekki hvað gerðist! Þið Mjölnismenn voruð skemtilegustu huga/bardagalistir spjallararnir og veit að mér og öðrum sem ég þekki langaði mikið til að láta reyna að æfa hjá Mjölni en uppá síðkastið þá er ég farinn að finna fyrir vott af hroka og það fældi minn félagsskap frá. Samt hef ég fulla trú á kenslu aðferðum ykkar,þið standið fyrir frábærum seminörum og að mórall innan félagsinns sé mjög góður

Að lokum vil ég segja að mér leiðist það nokkuð að sífellt færri bardagalistamenn úr öðrum klúbbum/stílum tjá sig hérna (hugsanlega vegna þess að þeir eru skotnir strax niður) (og þá af öllum ekki bara mjölnismönnum) Ég held ég gæti talið alla júdó og taekwondo gaurana hérna á fingrum mínum. Þetta er orðið hálfgert Mjölnis sub-board með smá P.I umræðum. Þannig að það kæmi mér ekki á óvart ef þessum pósti yrði hreinlega eitt eða ég bannaður fyrir að segja þessa skoðun mína….Þið getið byrjað að skíta yfir mig núna (",