ISR-Matrix dyravarðanámskeið verður haldið í Mjölni helgarnar 14.-15. október og 28. - 29. október. Námskeiðið er frá klukkan 15:00-18:00 alla dagana.

Eins og einhverjir vita þá fórum ég og Daníel Örn til Miami Florida í Febrúar fyrr á þessu ári og sóttum ISR-Matrix 201 námskeið. Námskeiðið var 40 stundir. Við útskrifumst báðir frá þessu námskeiði og eru því viðkenndir ISR-Matrix first tier instroctors. Námskeiðið var hreint út sagt mjög skemmtilegt og mjög lærdómsríkt. Luis og Paul sem hafa séð um að þróa þessar tæknir fyrir lögreglu, sérveitir, hermenn og dyraverði hafa greinilega pælt mikið í hvað hentar þessum mönnum best og eru því komnir með þetta frábæra kerfi.

Til þess að sækja ISR 201 þarftu að hafa lokið 101 eða hafa sambærilega reynslu. Ég og Danni vorum báðir búnir að skoða þessar tæknir mikið og æfa þær eftir diskum sem voru gefnir út fyrir lögreglumenn þannig að við fengum að fara beint á 201.

Námskeiðið er opið fyrir alla dyraverði og Mjölnismenn. Verð er 6000 krónur fyrir 4 daga og 1000 kr. skráningargjald. Stakur tími kostar 2000. Við getum ekki hleyft endalaust inn í salinn og verður því takmarkaður fjöldi fólks á námskeiðinu.

Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig í síma 862-0808.

Aðrar upplýsingar
www.isr-matrix.org
www.mjolnir.is/isr

Hérna er hluti úr viðtali sem við tókum við Luis þegar við vorum í Miami.

http://www.mmedia.is/~arnijons/mjolnir/video/ISR_matrix.wmv

Jón Viðar Arnþórsson
www.mjolnir.is
*************************