Hvað er verið að meina með “gamli” stíllinn á móti þeim “nýja”. Eftir því sem ég best veit hefur Muay Thai haldist óbreitt í hundruðir ára en MT kemur út frá gömlum stíl sem hét Muay Boran og var notaður í stríði ef menn misstu vopnin sín (öll brögð gerð til að slasa illa eða jafnvel drepa, olnbogi í háls og svoleiðis skemmtilegheit). Eina sem breyst hefur í Muay Thai er að nú nota menn hanska og svo hefur náttúrulega kickbox með ýmsum minna brutal reglum komið fram í seinni tíð. En ég skil ekki alveg hvað gaurinn sem gerði könnunina meinar með gamli eða nýji Muay Thai stíllinn. Er hann að tala um Muay Borat VS Muay Thai?