http://youtube.com/watch?v=GjM2w5FOPQw

Fyrir þá sem þekkja ekki söguna á bakvið þetta þá er Uwe Boll lélegasti leikstjóri á jörðinni og hefur gert hryllilegar myndir eftir tölvuleikjum eins og House of the Dead, Alone in the Dark og Bloodrayne. Hann var orðinn þreyttur á því að gagnrýnendur drulluðu yfir hann og var með einhver rök að þeir hefðu ekki einu sinni séð myndirnar. Hann kom því fram með áskorun á netinu. Nokkrir tóku þessu og þetta er fyrsti bardaginn.

Það sem Uwe Boll tók hinsvegar ekki fram er að hann hefur MARGRA ára reynslu af boxi og er að berjast á móti einhverjum nörda sem skrifar á gagnrýni á internetinu.

En ég skil samt ekki alveg hvernig þetta á að gera myndirnar hans eitthvað minna drasl?