Mjölnir hefur tryggt sér 350 fermetra húsnæði við Mýrargötu 2-8 frá og með september á þessu ári.

Til glöggvunnar þá er Mýrargatan í göngufjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur, við hliðina á Hamborgarabúllu Tómasar, niður við höfnina.

í húsinu er:

170 fermetra æfingasalur
Rúmgóðir búningsklefar fyrir karla og konur
Sameiginlegt gufubað
Lyftingaaðstaða
Rúmgóð móttaka og setustofa

Við höfum átt mjög gott samstarf við Júdófélag Reykjavíkur, en til að félagið nái að vaxa þurfum við að geta boðið upp á fleiri tíma fyrir gamla og nýja félaga.
Samkvæmt nýju töflunni munu iðkendur geta mætt í tíma 6 daga vikunnar og einnig munum við reyna að hafa æfingaaðstöðuna opna utan æfingatíma svo hægt sé að mæta og lyfta, slá í poka, rúlla eða bara sitja í setustofunni og spjalla eða horfa á vídeo.

Eitt mánaðargjald mun veita félögum aðgang að öllum tímum!

Í byrjun september verðum við með byrjendanámskeið, bæði í Brasilísku Jiu-Jitsu og Kickbox. Námskeiðin munu standa í þrjá mánuði í senn og eru eingöngu ætluð byrjendum en að sjálfsögðu munum vid bjóða upp á tima fyrir lengra komna lika!

Vinsamlegast auglýsið byrjendanámskeiðin á meðal vina ykkar og kunningja!

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.mjolnir.is