Blessaðir allir,

Nú fer að koma að þessu og vildi ég bara rétt minna á atburðinn…:

Æft verður nú um helgina, laugardag og sunnudag (22 og 23 apríl), frá 13.00 til 18.00 - smá pása inná á milli… Best er að vera í léttum æfingagalla (ég mæli með síðum buxum), þykkum sokkum og með íþróttaskó svona ef við komumst aðeins út fyrir dyr…

Æft verður ‘basic’ handalögmál og hreyfingar/stöður eftir því ásamt viðnámi gegn vopnum og umhverfi, fjöldaárásum osfrv…

Staðsetning er enn og aftur í íþróttahúsinu við Ártúnsskóla, Árkvörn 6 í Reykjavík og er aðgangseyrir 2000 ískr (fyrir báða daga). Aðgangur er Elliðadalsmegin og munum við reyna að merkja þetta vel í þetta skiptið…

Einblínt verður á þolinmæði og hugrekki, en þetta verður æft á vinsamlegan og yfirvegaðan hátt samkvæmt lögmáli Bujinkan.

Vildi ég svo rétt bæta við að ninjapósturinn svokallaði fór nú fyrir helgi og ættu skrásettir meðlimir að hljóta smávegis undirbúning fljótlega. Ég verð svo á landinu þar til 29da og er aldrei að vita hvað gerist á meðan…

Sjáumst hressir,

Diðrik (Nekron)