Mér finnst umræðan á huga.is vera orðin ömurlega vitlaus. Hér er allt vaðandi í skítakommentum og hálvitaskap, Þeir einu sem skapa álit manna á bardagalistum í dag eru þursar.

Til dæmis nefni ég “taijiquan” .
Menn sem hafa verið hér í lengri tíma og eru að nefna hann fyrst þurs en taka síðan þátt í þessarri vitleysu og hrauna síðan yfir taji,chi,kung-fu eða hvað annað. Hvað er málið..
Eruð þið að skaprauna honum eða hvað ?
Hvað með hina inn á þessu áhugamáli sem æfa kínverskar bardagalistir, eiga þeir líka að sitja undir skítaflóðinu ?


Ég gæti kannski leiðrétt þessa vitleysu sem uppúr honum vellur en ég kýs að gera það ekki vegna þess að ég veit ekki hvort þeir sem lesi þetta skilji mig.

Ég ætti kannski að þykjast vera BJJ maður og tala illa um allar aðrar bardagalistir, það er spurning hvort mér yrði ekki hent út samstundis fyrir að senda eiturpílur sem augljóslega væru ætlaðar til þess að skemma fyrir BJJ.