Maður er nefndur og hét Jigoro Kano. Hann bjó í Japan og lærði Ju-jitsu. Sagt er að hann hafi æft 11 tíma á dag 6 daga vikunnar(sem er ansi mikið finnst ykkur ekki? :) )! Árið 1882 hannaði hann nýtt “system” sem hann kallaði Judo. Hann sagði að hann hefði tekið einugnis það mikilvægasta úr JuJitsu og einblínt sér að því að þróa það.