Smá follow up. Ég fór til heimilislæknis og hann sendi mig uppá slysó…og eftir 1 klst bið á slysó sendu læknarnir þar mig uppá háls,nef og eyrnardeild. Þar fékk ég deifingu í eyrað og eyrað var síðan skorið upp (maður fann þegar læknirinn skar í brjóskið, uhh creepy) og blóðköggulinn kreystur út. Síðan setti hann einhverja tusku með einhverri lausn inn í sárið og maður þarf að koma aftur eftir 2 daga. Engar æfingar í einhvern tíma :(

Ég spurði lækninn útí hvort að það sé hægt að kreysta út úr eyranu sjálfur en hann benti á að þá nær brjóskið og húðin síður að gróa saman og líkurnar aukast á að þetta gerist aftur og aftur.

P.S. Hvar fær maður svona eyrnarhlífar til þess að verja mann gegn “blómskálseyrum”?
“True words are never spoken”