NINJUTSU KYNNINGARÆFING!!!

Blessaðir allir,

Þar kom að því og geta sumir nú farið að telja dagana…

Laugardaginn þann ellefta febrúar næstkomandi, nánar tiltekið frá 1300 til 1700 í Íþróttahúsinu við Ártúnsskóla (Árkvörn 6), verður haldin smá samkoma og kynningaræfing í Bujinkan Budo Taijutsu (I.e. Ninjutsu)… Þetta er samkvæmt öllu, hin fyrsta Bujinkan æfing sem á sér stað á Íslandi!!!

Þó að ég sé ekki of mikið að auglýsa þetta eins og stendur, þá eru allir velkomnir - og sem flestir – enda spennandi að reyna á og sjá hversu gengur svona í fyrstu. Vitanlega mun þessi atburður hafa áhrif á allt ævintýrið eins og það leggur sig, enda mikilvægt – forvitnilegt - að sjá hversu mikil aðsókn er og hvað fólki muni finnast um þetta…

Þáttökugjald er 1500 ískr og greiðist þá bara við inngang. Engar græjur eru nauðsynlegar, en ég mæli með léttum æfingagalla eða Gi og svo tvennum pörum af þykkum sokkum (???)… Þeir sem vilja hafa eigin æfingavopn við hendi (bokken eða stafi) eru velkomnir að gera svo, en ég tek samt fram að engin ‘alvöru’ vopn verða til staðar að þessu sinni…

Markmiðið – og þeman eftir því – er að varpa smá ljósi á Ninjutsu (Bujinkan Budo Taijutsu) og hverju megi við búast… Við munum fara yfir helstu grunnform, stöður og hreyfingar ásamt átta liða grunntækni (Kihon Happo)… Seinni partur dagsins mun tileinkast vopnum ásamt vörn og viðtöku, enda verða eftirfarandi ‘safe’ vopn við hendi og – vonandi – í góðu magni…:

Shuriken (kaststjörnur)
Hanbo (stuttstafur – 1 m)
Rokushakubo (langstafur – 2 m)
Bokken (sverð)
Ninja bokken (ninja sverð!!!)
Shoto (stuttsverð)
Kusarigama (keðja með sigð)

Við sjáum svo hvað setur, en þetta verður fjör… því get ég lofað!!! Nánari upplýsingar fást hjá honum Nonna bróður í síma 663 5764, annars er ég til staðar í nekron@nekron-art.com - eða hér á huga - og mun svara öllum spurningum eftir bestu getu.

Þeir sem vilja njóta ‘spez’ uppljóstrana ásamt smávegis ninjasendingu, geta enn skráð sig inn með því að hafa bara samband og láta af hendi eftirfarandi upplýsingar…:

Fullt nafn
Heimilisfang, sími og netfang (e-mail???)
Aldur

Við sjáumst svo fljótlega og hafið það sem allra best þangað til…

Banzai,

Diðrik Jón Kristófersson (aka Nekron)