Eitt af mínum “highligts” á nokkra mánaða fresti er að downloada og horfa á hina frábæru japönsku bardagakeppni PrideFc.

Ekki síst vegna þess hve skemmtilegur þulur Bas Rutten er. Þessi frábæri sköllótti hollendingur er sjálfur margfaldur Pancrase meistari og veit því hvað hann syngur þegar hann er að lýsa bardögunum.

Hins vegar í síðustu PrideFc keppni(shockwave 2005) þá var Bas Rutten EKKI að lýsa bardögunum heldur einhver algjör auli sem var hundleiðinlegt að hlusta á.

Veit einhver afhverju Bas Rutten var ekki að lýsa bardögunum í síðustu PrideFc keppni? :(
“True words are never spoken”