NINJUTSU KENNSLA STAÐFEST!!!

Góðar fréttir og allt á greiðri leið hérna í Hollandi. Ákvörðun hefur verið tekin og get ég loks sagt með algjörri vissu að Ninjutsu verður kennt á Íslandi innan skamms!!!

Samkvæmt áætlun munu æfingar hefjast í febrúar/mars (ég læt nú vita hvar og hvenær…) og vonast ég til að sjá sem flesta… Ég efa, þrátt fyrir mínar aðfarir hér á Huga, að nokkur geri sér almennilega grein fyrir því hversu sterkt og spennandi þetta er, enda er ég mjög óþreygjufullur og ákafur að hefja störf sem fyrst svo að sem flestir fái að kynnast þessu…

Þeir sem hafa skráð sig inn á ‘pre-listann’, munu fá ákveðnar upplýsingar og annað slíkt er gerir þeim kleift að undirbúa sig aðeins undir það er koma skal…

Þó að það sé ekki alveg nauðsynlegt, þá vil ég taka það fram og leggja áherslu á að ég mun gera allt til þess að nemendur njóti alls hins besta er Ninjutsu getur boðið. Öll mín menntun og reynsla (ásamt fjársjóði af upplýsingum) mun standa til boða, enda munum við jafnframt því fara nokkuð ótroðnar slóðir og skemmta okkur konunglega…

Þangað til, óska ég öllum alls hins besta og þakka – enn og aftur – góðar viðtökur…

Ninpo Ikkan – Bufu Ikkan,

Diðrik Jón Kristófersson