Hins vegar sendi ég sjónvarpsstöð S1 og símans póst í gær og stakk upp á að þeir myndu byrja að sýna PrideFc í þessari nýju ‘pay-per-view’ þjónustu sinni.
Það þarf ekkert að “leyfa” PFC á íslandi…..íþróttir eru ekki bannaðar þangað til þær eru leyfðar, heldur öfugt.
Eina sem að gæti strandað á eru þær reglur sem gilda um box og Taekwondo, þ.e að allar íþróttir þar sem um er að ræða full-contact við höfuð þarfnist hjálma.
Það hafa ekki verið notaðir neinir hjálmar á þeim Muay Thai mótum sem haldin hafa verið á íslandi, en hvort það er löglegt eða ekki er óljóst…..
Það yrði held ég ekkert ólöglegt að halda svona full-contact sparring mót í einhverri íþrótt án hjálma eða annara hlífa. En sú íþrótt og það mót yrði vegna þess ekki viðurkennt af íþróttasambandi íslands.
En kannski er það ólöglegt. Einhver að athuga hvort hann finni einhver lög um þetta einhversstaðar.
Það er auðveldlega hægt að fella þetta undir lög um hnefaleika og þar með banna þetta í þessu formi. Það fer bara eftir vilja stjórnmálamanna hverju sinni held ég því miður. Enn sem komið er hefur þetta ekki verið nógu stórt til að vekja athygli þeirra sem gætu bannað þetta en um leið og þetta fær einhverja auglýsingu þá gætu vandræðin byrjað.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..