því miður verð ég að tilkynna ykkur sem hafa einungis áhuga á sanda að áherslubreyting hefur orðið á kennslu Heilsudrekans, Sanda tíminn hefur verið felldur niður og er áðaláherslan nú á að þjálfa upp nýliða í kung-fu/wushu.
það þýðir í raun að sanda verður kennt með wushu þar sem hreyfingar sanda eru teknar héðan og þaðan úr kínverskum bardagalistum.
Einnig er vert að taka fram að til þess að verða góður í sanda úti í kína hafa menn látnir æfa wushu lengi, sanda er meira skorðað af reglum heldur en hefðbundnar bardagalistir og því má segja að sanda sé wushu sem æft sé meira sem sport.
Ef einhver hefur áhuga á að prófa kínverskar bardagalistir í heilsudrekanum þá er best að hringja á undan sér. takk fyrir.