Jæja, þá er loksins komið að því. Fyrsta alvöru UFC keppnin í opinni dagskrá í sjónvarpi sögu fyrirtækisins mun fara fram í kvöld. Eftir gríðarlegar vinsældir The Ultimate Fighter raunveruleikaþáttanna þá er útlit fyrir að MMA sé komið til að vera í sjónvarpsflóru bandaríkjanna. Er það hið besta mál þar sem það sem fer vel í menn í BNA flýtur yfirleitt inn á klakann skömmu seinna. Einnig er þetta enn eitt áfallið fyrir box-iðnaðinn sem að hefur verið duglegur við að reyna að stoppa velgengni MMA í Vegas.

Card kvöldsins er sem hér hljóðar:

Nathan Marquardt vs Ivan Salaverry

Stephan Bonnar vs Sam Hoger

Kenny Florian vs Alex Karalexis

Mike Swick vs Gideon Ray

Josh Koscheck vs Pete Spratt

Nathan Quarry vs Pete “Drago” Sell

Chris Leben vs Patrick Cote

Drew Fickett vs Josh Neer

Headliner kvöldsins er slagur milliviktar-sénísins Ivan Salaverry sem að hefur verið duglegur við að subba menn undanfarið og er óopinber #1 contender til að fá séns í Rich Franklin á næstunni, og fyrrverandi 2x King of Pancrase Nathan Marquart, sem að er að slást í fyrsta sinn í ca 5 ár í sínu heimalandi. Marquart er gríðarlegur hvalreki fyrir UFC, og ef að hann vinnur þá má búast við að hann verði promoteraður til dauðans.

Þema kvöldsins er annar TUF-keppendur vs gamlar UFC kempur, og er gaman að sjá að það eru engir aumingjar sem að þeir fá að kljást við. Villingurinn Chris Leben tekur á móti Patrick Cote, kanadamanninum sem að Tito Ortiz gat ekki klárað. Fyrrverandi SBGi kappinn og núverandi Team Quest fighterinn Nathan Quarry keppir við “Drago” Sell, sem síðast svæfði Phil Baroni með guiliotine.

Í heild sinni geysilega skemmtilegt framtak og nú væri gaman ef að sýn eða skjár einn(eða kannski Sirkus!) færi að taka við sér og sýna þetta efni, það er greinilega alveg markaður fyrir það.

Einnig væri gaman að fá að vita hverju hugamenn spá í sambandi við úrslit og fleira.