Ég var að skoða Pumpingiron.is og rakst á eitt sem mig langaði að spyrjast nánar út í en einhverra vegna gat ég ekki sent mail á pumpingiron@pumpingiron.is svo ég ætlaði að láta reyna að spurja her - en það er um þetta hér:

“Miðvikudaginn 12 mai komu keppendurnir heim frá heimsmeistaramótinu í Grikklandi, með þrenn verðlaun.
Árni hafnaði í fyrsta sæti í muay thai, Viggó hafnaði í þriðja sæti í kick boxing og Jimmy var valinn þjálfari mótsins..”


Nú veit ég ekki mikið um kickbox og muay thai en ég veit að K-1 er stærsta félag/fyrirtæki í heimi sem heldur keppnir í og bardaga í þessum íþróttum. Og af því sem ég hef séð þá eru fighterarnir þar nokkuð betri en það af þessum íslensku sem ég hef séð hér. (hef farið á eina muay thai keppni sem var haldin í valsheimilinu)

Ísland með besta muay thai fighter í heimi í sínum þyngdarflokki og 3. besta kickboxer í heimi í sínum þyngdarflokki??

Er þetta weird eða er ég bara að vanmeta hæfileika Íslendinga?

Voru einhverjir K-1 menn á þessu móti eða hvernig var þetta eiginlega? (held þeir séu samt allir heavyweights)
Voru þetta bara ‘non-professional’ sem voru að keppa þarna?

Ef þetta var heimsmeistaramót þar sem allir bestu í heimi koma saman og keppa um hver er nr.1 þá óska ég Árna og Viggó til hamingju með FRABÆRAN árangur.
Ef ekki þá óska ég þeim líka til hamingju með frábæran árangur þar sem þarna komu allavega saman 2000 góðir bardagamenn frá mörgum löndum í heiminum og komu Árni og Viggó út á toppnum.

væri flott ef einhver væri til í að fræða mig aðeins meira um þetta!

Þakka