Ég hef eina spurningu fyrir lesendur Huga.
Hvað eru margir sem æfa kickbox og Muay thai hér á landi og hvar er æft?

Er bara æft í Pumping Iron?

Ég hef mikinn áhuga á að æfa Muay thai en þar sem ég er ekki búsettur í bænum er það frekar erfitt. Sjálfur æfði ég kickbox í argentínu í um eitt ár og keppti þar einu sinni.

Það er alveg hrikalegt að hafa brennandi áhuga og geta ekki æft með neinum.

Einnig hef ég aðra spurningu fyrir þá sem geta svarað; er flokkurinn sem keppir í kickboxi (ef það er einhver) hjá Pumping Iron skráður hjá WAKO?

Ef það eru einhverjir sem eru áhugasamir í að koma á Íslandi inní WAKO (world association of kickboxing organization). Þá mega þeir alveg hafa samband við mig. Með því að ganga inní sambandið geta þeir sem skráðir eru í sambandið farið og keppt á hvaða móti sem haldið er í nafni WAKO um allann heim, unnið sér inn punkta og annað eins.

Heima síða WAKO er www.wako-fikeda.it/wako
Einnig er ég með eina góða heimasíðu um muay thai, þar sem sínd eru brögðin og allt heila klabbið, www.muaythai.com
Heiftar síða ef þið hafið áhuga á að æfa með félaga en komist ekki til kennara.