Frá www.taekwondo.is

Nýársmót TKÍ


Nýársmótið 17. – 18. janúar

BÖRN, 12 ára og yngri - 17. janúar

Á laugardaginn byrjar fjörið kl. 10.00 á keppni í Poomse. Keppt er í eftirfarandi flokkum: 1. flokkur 10.-9. geup. 2. flokkur 8.-7. geup. 3. flokkur 6.-5. geup og svo 4. flokkur 4. geup og yfir. Allir fá eina medalíu fyrir þátttöku í mótinu og sigurvegari fær bikar. 1sta sæti gefur 5 stig, 2. 4 stig 3. 3 stig 4. 2 stig og loks 5. 1 stig. Sama stigakerfi er í Kyorugi og Kyokpa og fær stigahæsti keppandinn í samanlögðu verðlaun sem keppandi mótsins.

Kyokpakeppnin hefst strax að lokinni keppni í Poomse hjá hverjum flokki, nánar auglýst síðar. Keppt er í hraðbroti, þ.e. keppendur fara í gegnum þrautabraut á tíma.

Kyorugikeppnin hefst svo kl. 12.00. Skipt verður í fjóra þyngdarflokka á mótsstað. Hver bardagi er 2x1 mín. með 30 sek. hvíld á milli. Keppt er eftir útsláttarfyrirkomulagi.

Samanlögð stig úr öllum greinum eru reiknuð út til að fá sigurvegarann, ef um jafntefli er að ræða (þ.e. jafnmörg stig) er bráðabani milli þeirra keppenda. Bráðabaninn fer eftir stærð keppenda, annaðhvort er keppt í Poomse, Kyorugi eða Kyokpa eða jafnvel öllu.

Verð fyrir hvern keppanda er 2.000 kr fyrir tvær eða allar greinar, 1.500 kr fyrir eina. Allir keppendur eru skyldugir til að vera með fóta- og handahlífar. Ristarhlífar eru leyfilegar.


FULLORÐNIR, Bikarmót TKÍ - 18. janúar
Keppni byrjar á Poomse kl. 10.00, og keppt er fram að úrslitum. Keppendur gera eitt Taegeuk eða Yu Dan Ja Poomse (svartbeltingar) að eigin vali. Keppt er í tveimur flokkum: 10. - 5. geup og 4. geup og yfir. Gefin er einkunn og gildir hæsta einkunn til sigurs, (3 dómarar). Hæstu 5 einkunnirnar koma keppendum áfram í úrslit þar sem þeir gera annað form að eigin vali.

Keppni í hraðbroti hefst um kl. 10.00. Keppt verður á einni braut og duga bestu 5 tímarnir í undanúrslitum til að komast í úrslit. Úrslit fara fram strax á eftir úrslitum í Poomse. Brautin og brotin verða ekki auglýst fyrr en á mótsstað.

Keppni í Kyorugi hefst eftir Kyokpa og Poomse. Keppt er í karla- og kvennaflokki, minior (13-15 ára), junior (15-17 ára) og senior (18 ára+), 10-5 geup. og 4. geup og yfir. Ólympískir þyngdarflokkar hjá senior, jafnir þyngdarflokkar hjá minior og junior (2-3 flokkar eftir fjölda keppenda). Vigtun verður á mótsstað um morguninn. Allir keppendur eru skyldugir til að vera með allar hlífar. Ristarhlífar eru þó aðeins leyfilegar í minior.

Skráningar skulu berast í gegnum yfirkennara fyrir 12. janúar og gjöld skulu greidd fyrir 12. janúar.. Skráningar milli 13. – 15. janúar kostar 5.000 kr á keppanda. Ekki er tekið við skráningum eftir 15. janúar. Engin endurgreiðsla á gjöldum og engar undantekningar.

Mótsstjórn ber enga ábyrgð á slysum á mótsstað. Hvert lið skal tilgreina fyrirliða sinn við skráningu.

Verð fyrir hvern keppanda er 2.500 kr fyrir tvær eða allar greinar, 2.000 kr fyrir eina.

Texti: Sigursteinn Snorrason
Stjórnandi á