Við hjá Heilsudrekanum vorum að fá til okkar nýjan kennara (kung-fu), mann sem hefur æft frá blautu barnsbeini og er mjög fær, bæði sem iðkandi og kennari. Núna síðast vann hann við að þjálfa upp fólk fyrir keppnir í kína.
Við erum líka að endurskipuleggja kennslu og vonum til þess að bæta við nemendum. Það helsta á dagskránni síðasta árið var og er shaolin long-fist(changquan norður),taijiquan ásamt shuaijiao og chin-na (svipað og t.d jiu jitsu),einnig fórum við í dianxue eða dim mak þar sem kennt er hvernig nota má þrýsting/högg á taugar og viðkvæma staði andstæðings. Það sem bætist við verður nanquan(suður shaolin ) en það inniheldur meðal annars wing chun og tiger ofl. einnig langar okkur að bæta við frjálsum bardaga með vopn.
Þeir sem hafa áhuga meiga endilega koma í frían prufutíma og ekki halda að þetta sé einungis fyrir kraftajötna og stráka sem hafa æft síðan þeir lærðu að ganga( síðasti kennari okkar var kona c.a. einn og sextíu á hæð).