Karatedeild Fylkis verður með stutt námskeið í keppniskarate á næstunni. Félagið hefur verið Íslandsmeistari undanfarin tvö ár og á nokkra keppendur sem hafa verið mjög sigursælir á undanförnum árum. Hugmyndin er að fólk sem hefur ekki æft karate áður fái að sjá hvernig það er að iðka “sportkarate”. Langflestir afreksmenn í íþróttinni sérhæfa sig í sinni þjálfun og stunda íþróttina nokkurnvegin eins og hnefaleikarar. Æft verður á þriðjudögum kl. 16 og á föstudögum kl. 19 og verður námskeiðið í fimm vikur. Þeir sem vilja halda áfram og æfa með félaginu geta síðan komið inn í hópinn sem er að æfa á hefðbundnum æfingum. Hvað kostar þetta síðan??? 2000 kall.