Ég vildi bara láta þá sem ekki vita það nú þegar vita að út þessa viku verður k-1 kickbox keppnin á eurosport milli 22 og 23 á kvöldin og lokakeppnin verður svo á laugardag klukkan 21 að ég held. Þessi keppni er haldin í japan og er ætluð fyrir karate, taekwondo, muyai thai, kickbox og box iðkendur. Reglurnar frekar einfaldar sýnist mér. Ég er nýbyrjaður að horfa á þetta þannig ég ætla ekkert að besserwissa of mikið heldur bara láta menn vita því það er stórskemmtilegt að horfa á þetta. Áðan var til dæmis karate garpur sem hét Musashi að rústa einhverjum þyngri boxara fá USA með miklum tilþrifum. Boxarinn hafði verið í 4. sæti IBF hnefaleikasambandsins en japaninn hafði hann gjörsamlega þegar kom að því að boxa í návígi og var mjög gaman að horfa á það. Allir að stilla á eurosport!