Ég verð að segja það að ég er verulega forviða yfir því af hverju Greco-Roman Wrestling náði aldrei að skjóta rótum hér á Íslandi. Júdó og Karatefélög eiga sér langa sögu hér á klakanum en samt hefur þessi aldagamla vestræna íþrótt ekki hlotið neinn hljómgrunn á landinu. Maður myndi halda að það stæði okkur nú aðeins nær en austurlensku stílarnir…..eða hvað?

Veit einhver hvort að Greco-Roman hefur einhverntímann verið stundað hér á landi?