Til að halda upp á að ég er kominn með íslenska stafi á lyklaborðið mitt þá ætla ég að koma með einn pointless en vonandi skemmtilegann spjall kork fyrir okkur MMA menn….veit ekki hvort einhver svipaður var í gangi nýlega.

Spurningin er, hvaða MMA maður í UFC, Pride o.þ.h er í mestu uppáhaldi hjá ykkur. Ekki endilega hver ykkur finnst bestur heldur hver á sér sérstakann stað í hjarta ykkar vegna stíls eða bara “attitude”

Ég held ég verði að segja að í dag sé ég ansi heitur fyrir Rumino Sato þó ég hafi ekki séð heilann slag hjá honum ennþá. Ef þið dl-ið highlightinu hans á Sherdog þá sjáiði hvað ég meina. Kolgeðveikur Japanaskratti sem að er með mjög framúrstefnulegann grappling stíl.

En á heildina litið held ég að Oleg Taktarov eigi alltaf eftir að tróna á toppnum. Solid wrestler, duglegur í standup og alveg ógurlega harður af sér og neitaði að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Svo skemmdi ekki fyrir að hann var alltaf voðalega næs og kurteis utan hringsins.

Tank Abbot vs Oleg Taktarov held ég að sé einn af skemmtilegustu “old-school” UFC bardögum sem ég hef séð

Get ekki beðið eftir að heyra ykkar skoðanir.